Þriðjudagurinn 24. október.

Enn þá mikið að gera í vinnunni.  Í dag kom út kálfur með Fréttablaðinu vegna prófkjörsins vegna alþingiskosninganna og tek ég undir það sem Ingibjörg Sólrún sagði í Samfylkingunni er saman kominn mikill mannauður í þeim 71 sem bjóða sig fram núna.

Ótrúlegt þetta hlerunarmál.   Ég held að það sé aðeins ein lausn á því að meintir njósnarar verði gefnar upp sakir svo að þeir geti tjáð sig um þetta án þess að eiga á hættu að verða ákærðir og hreinsa þannig andrúmsloftið að öðrum kosti hljóta spjótin að beinast að Sjálfstæðisflokknum.

Heyrði áðan í fréttum að Hvalur númer 2 væri kominn á land svo að vonandi fær maður súrt rengi á þorrablótunum í vetur.  

Bestu kveðjur

Hörður Guðbrandsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband