Þakkir

Ástæða þess að ég hef ekki þakkað fyrir mig hér á blogginu fyrr en nú er að ég hef verið að bíða eftir reikningum kosningabarráttunar og einnig hef ég verið að velta fyrir mér framtíð síðunnar, en ég hef ekki verið viss um að hún væri minn pólitíski stíll. Ég hef því verið að fylgjast með bloggum annara einkum pólitíkusa og sé þá að mjög mismunandi er með hvaða hætti menn blogga, og kannski tilraunarinnar virði að reyna fyrir sér í bloggheiminum.
En framangreint er nú reyndar úturdúr frá aðalefninu sem eru innilegustu þakkir til þeirra fjölmörgu sem studdu mig í prófkjörinu þann 4 nóv síðastliðinn bæði með vinnu framlögum eða með ráðum og dáðum.
Grindvíkingar voru þar atkvæðamiklir og sýndu einu sinni en að hér í bæ standa menn saman sem ein fjölskylda þegar ´+a reynir. Kærar þakkir Grindvíkingar.
Einnig vill ég þakka öðrum sem lögðu mér lið í þessum kosningum af alhug.
Kosningabarrátan var bæði lærdómsrík og skemmtileg og safnaði reynslu í reynslubankanum sem vonandi á eftir að nýtast mér víðar og þótt kosningar séu í aðalatriðum líkar og ég hafi farið í þær nokkuð margar í gegnum tíðina, þá verð ég að segja að það kom mér á óvart hve margt nýtt ég lærði á þessari baráttu og hversu margt ég vissi ekki um skoðanir fólks á hinu ýmsu mismunandi stöðum í kjördæmum. Kannski meira um það síðar.
En enn og aftur kærar þakkir.
Virðingafyllst Hörður Guðbrandsson Grindavík
p.s.
Hér að neðan birtist uppgjör kosningabarráttunar

Prentun 97.976
auglýsing og sími 57.885
Þáttökugjald 40.000
fetðakostnaður 27.467
dreifingarkostnaður 32.346

255.674
Framlög stuðningsaðila 200.000
restin kom úr eigin vasa
Þessi tala er fyrir utan vinnutap og sjálfboðavinnu


Rúmir 2 dagar til prófkjörs

Ekkert bloggað í gær vegna kosningaanna, verið að leggja lokahönd á ýmsa hluti búið er að prenta allt sem þarf að prenta búið að setja allt í póst sem þarf að fara í póst og tíminn fram á laugardag notaður til að bera út efni og hitta og heyra í fólki. Konan, dóttir og tengdadóttir farnar til Ameríku og leggja vonandi demókrötum lið við kosningaundirbúning þar í landi. Verður karlpeningurinn á heimilinu því að leggja en harðara að sér í prófkjörsslagnum

Með baráttukveðjum Hörður


utankjörfundur

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Reykjanesbæ, Selfossi, Vestmannaeyjum og Höfn dagana;21. okt. laugardag kl. 10-1228. okt. laugardag kl. 10-122. nóv. fimmtudag kl. 18-20 3. nóv. föstudag kl. 18-20. Hægt er að kjósa utankjörfundar á ofangreindum tímum sem hér segir;

Reykjanesbær, skrifstofu Samfylkingarinnar að Iðavöllum 3

Selfoss, Selið, Engjavegi 44

Vestmannaeyjar, Skólavegi

4 Hornafjörður, Víkurbraut 4. 

Auk þess fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram á skrifstofu Samfylkingarinnar v/Hallveigarstíg í Reykjavík til kjördags 4. nóvember. Opið er virka daga kl. 10:00-17:00.


Til Hornfirðinga

Hornfirðingar

 

Til framfara fyrir Hornfirðinga eru að bæta samgöngur til að þjappa Suðurkjördæmi saman og minnka vegalengdir innan þess, með því að brúa Hornarfjarðafljótt með göngum undir Reynisfjall með Suðurstrandavegi með tvíbreiðum brúm með skjólbeltum á söndunum með lýsingu á fjölförnum vegum og svo framvegis annað mikilvægt framfaramál er að færa verkefni og fjármagn til aukinna verka til sveitarfélga og með aukinni opinberri þjónustu við landsbyggðina auk þess að minnka skattlagningu á vörum út á landsbyggðina.

 

Með baráttukveðjum Hörður Guðbrandsson býður sig fram í 3-4 sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Grindavík þann 4 nóv næstkomandi.


Til Vestmanneyinga

Samgöngur til Vestmannaeyja

 

Ég átti þess kost að heimsækja Vestmannaeyjar og Vestmannaeyinga á fimmtudag og Föstudag í síðustu viku var það mjög skemmtileg og fróðleg ferð og var ég þess fullviss eftir þá ferð að miklir möguleikar og mikill tækifæri eru framundan ef rétt er á málum haldið grundvallaratriði til að mannlíf blómstri og tækifæri nýtist verði samgöngur til eyjanna bættar og það STRAX!

Með hraðskreiðari ferju og hinsvegar með því að bera saman tvo kosti þ.e. hraðskreiða ferju, höfn við Eiðið og aukinn niðurgreiðsla eða hinsvegar höfn í Bakkafjöru algjör nauðsyn er að hefjast handa nú þegar.

 Með Baráttukveðjum til eyjamanna Hörður Guðbrandsson býður sig fram í 3-4 sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar þann 4 nóv.

5 dagar í kosningar...

Ótrúlegt að maður skuli láta hafa sig útí kosningar oft á ári en hefðbundið kosningastarf er á fullu.  Nú er bara að fara eftir skipulaginu þessa fáu daga sem eftir eru fram að prófkjöri.  Ég finn fyrir vaxandi áhuga á prófkjörinu sem gerir mann bjartsýnan á góða kjörsókn.  Ég minni á utankjörstaðarfund fimmtudags- og föstudagskvöld á milli 20:00-22:00 í Reykjanesbæ, Höfn í Hornafirði, Selfossi og í Vestmannaeyjum.

Kveðja Hörður


Styttist óðum

Nú fer að styttast í prófkjör Samfylkingarinnar 4. nóvember eða næsta laugardag.  Ég er búin að ferðast um fjölmarga staði á Suðurlandi og á Reykjanesi.  Mjög mismunandi er hver mikill áhuginn er eftir sveitafélögum og einnig er það mismunandi hvort menni viti hvort prófkjörið sé opið.  PRÓFKJÖRIÐ ER OPIÐ!! 

Alls staðar í kjördæminu tala menn um samgöngumál sem málaflokk sem þurfi að taka til höndum í.  Það verður varla gert nema með því að skipta um ríkisstjórn.  Núverandi ríkisstjórn lofar fjármagni í málaflokkinn en sker síðan niður jafnharðan.

Baráttukveðjur

Hörður Guðbrandsson


Hræðilegur bruni í nótt

Hræðilegt slys hér í bæ í nótt í bruna.  Samhryggist ég öllum þeim sem eiga um sárt að binda eftir slysið.

Hörður


Vestmanneyjar, Reykjanesbær, Hveragerði og Selfoss.

Fór til Vestmannaeyja á fimmtudag og var það rosalega gaman og fræðandi.  Fór á fjölmarga vinnustaðafundi og spunnust oft upp ótrúlega skemmtilegar umræður.  Það er samt greinilega eitt sem stendur upp úr hjá Eyjamönnum og það verður að bæta það strax.  Það er betri samgöngur, að  fólk þurfi að panta ferð með 2-3 vikna fyrirvara frá  Vestmannaeyjum á sumrin. Það er auðvitað alveg fáranlegt og það er ekki hægt að bjóða neinum upp á það, þar sem leiðin á milli Eyja og Þorlákshafnar er þjóðvegurinn. Eitthvað myndi ég segja ef ég væri fastur með bílinn minn í Grindavík í 2-3 vikur.

Hitti gamlan skólabróður minn frá Hvanneyri úti í Eyjum, hann Binna forstjóra vinnslustöðvarinnar og bauð hann mér í kaffi með sér í vinnslustöðinni.   Það var ótrúlega fræðandi að fara þar í kaffi og að fá að vita hvað þyrfti að bæta í Eyjum.

Fór í dag til Hveragerðis, Keflavíkur og Selfoss og fékk rosalega góðar undirtektir og lenti oft í hörku skemmtilegum umræðum, rosalega gaman að fara á þessa staði.

Kveðja Hörður Guðbrandsson


Þriðjudagurinn 24. október.

Enn þá mikið að gera í vinnunni.  Í dag kom út kálfur með Fréttablaðinu vegna prófkjörsins vegna alþingiskosninganna og tek ég undir það sem Ingibjörg Sólrún sagði í Samfylkingunni er saman kominn mikill mannauður í þeim 71 sem bjóða sig fram núna.

Ótrúlegt þetta hlerunarmál.   Ég held að það sé aðeins ein lausn á því að meintir njósnarar verði gefnar upp sakir svo að þeir geti tjáð sig um þetta án þess að eiga á hættu að verða ákærðir og hreinsa þannig andrúmsloftið að öðrum kosti hljóta spjótin að beinast að Sjálfstæðisflokknum.

Heyrði áðan í fréttum að Hvalur númer 2 væri kominn á land svo að vonandi fær maður súrt rengi á þorrablótunum í vetur.  

Bestu kveðjur

Hörður Guðbrandsson


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband