Hitt og þetta

Helstu Baráttumál 
  1. Að auka fjölbreytni atvinnulífs þessa kjördæmis, með því að færa verkefni til sveitarfélaga ásamt tekjustofnum, færa ríkisstofnanir út á land. Þá er nauðsynlegt að koma með sértækar aðgerðir til mótvægis við brotthvarf hersins á Keflavíkurflugvelli með því t.d að ríkið seldi sveitarfélögum á Suðurnesjum sinn hlut í Hitaveitu Suðurnesja (c.a. 1200 milljónir) og legði fram í Eignarhaldsfélag Suðurnesja sem fjármagnaði fjölmörk fyrirtæki
  2. Aukin fjárframlög í brýnar samgöngubætur svo sem Suðurstrandarveg, tvöföldun Hellisheiðar, brúa Hornarfjarðafljót, bundið slitlag á sveita vegi og nútíma samgöngur við Eyjar
  3. Jafna aðstöðu fólks með skattkerfinu þannig að hátekjumenn borgi.
 

Til Hornfirðinga

Mikilvægt er að stytta og bæta leiðina Hornafjörður-Suðvesturhorn með því að brúa Hornafjarðarfljót. Setja jarðgöng undir Reynisfjall, klára Suðurstrandarveg, tvöföldun vegar yfir Hellisheiði og svo framvegis. Þá er betra að hafa stjórnvöld sem ekki skera niður fjármagn til samgöngumála.  Einnig þarf að færa verkefni til sveitafélaga frá ríkinu með tilheyrandi tekjustofnum sem eflir atvinnu og bætir þjónustu. Þá er ekki nema eðlilegt að til Hornafjarðar verði flutt störf frá ríkinu til að auka fjölbreytni starfa og bæta stoð við atvinnulífið. 

Til Eyjamanna

Mikilvægasta mál Eyjamanna er að koma samgöngumálum Eyjanna við fastalandið í nútímalegt horf .Hagkvæmasta lausnin sýnist mér að búa til ferjulægi í Bakkafjöru og fá nýja ferju sem myndi þýða að hægt væri að vera með ferðir á allt að 30 min fresti. Nauðsynlegt er að taka ákvörðun í málinu STRAX!Þá þarf að setja saman ríkisstjórn sem ekki sker niður framkvæmdir í samgöngumálum í tíma og ótíma eins og sú sem nú situr. Ég vil líka segja að ferja er hluti af þjóðvegi Eyjamanna og því ekki óeðlilegt að um niðurgreidda starfssemi sé að ræða. Þá tel ég mikilvægt til að styrkja byggð í Eyjunum að færa verkefni til sveitarfélaga ásamt tekjustofnum sem mun styðja sveitarfélögin í að efla atvinnustarfssemi og bæta þjónustuna við íbúana. Einnig finnst mér sanngjarnt að opinberri starfssemi frá ríkinu verði flutt frá höfuðborgarsvæðinu til Eyja hvort heldur er útibú eða heil stofnun.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu Samfylkingarinnar v/Hallveigarstíg í Reykjavík og hófst 12. október. Opið er virka daga kl. 10:00-17:00. Kjósandi setur kjörseðil sinn í lokað umslag. Utan um það umslag er síðan annað og kjósandi staðfestir atkvæði sitt með áritun á það umslag. Einnig fer fram utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Reykjanesbæ, Selfossi, Vestmannaeyjum og Höfn laugardagana 21. okt og 28. okt frá kl. 10-12 og fimmtudaginn 2. nóv og föstudaginn 3. nóv kl.18-20. Kjördag 4. nóvember verður kjörfundur opinn frá kl. 09:00-18:00. Kjörstaðir verða í Sandgerði, Garði, Vogum, Reykjanesbæ, Grindavík, Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfossi, Hellu, Hvolsvelli, Höfn, Vestmannaeyjum, í Vík í Mýrdal og Reykholti Bláskógabyggð (eða Laugarvatni), á Kirkjubæjarklaustri og Brautarholti Skeiðum (eða Flúðum). Muna að merkja við 5 á kjörseðli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband