Eru kosningar framundan?

Þegar ég fór að skoða blöðin í gærkvöldi sá ég opnu viðtal við Jón Gunnarsson í Víkurfréttum.  Allt gott um það að segja.  Einnig sá ég grein bæði í Víkurfréttum og Tíðindum frá Gunnari Örlygssyni þigmanni Sjálfstæðisflokks þar sem hann stiklar á stóru um vandamál Grindvíkinga og telur vandalaust að berja í gegn breytingar til að bæta úr vandamálum okkar Grindvíkinga. Vil ég í því sambandi benda honum á að HANN ER þingmaður á Alþingi Íslendinga og HANN ER Í STJÓRNALIÐINU. Því hlýtur hann að laga þessa stöðu á þinginu sem er að hefjast.  Ég mun síðar fara yfir afgreiðslu Heilbrigðisráðherra og ráðuneytis í grein, enda alveg ótrúleg framkoma í garð Grindvíkinga.  Einu get ég þó verið sammála Gunnari um en það er að okkur Grindvíkingum vantar öflugan fulltrúa á alþingi skref í þá átt er hægt að taka í prófkjöri Samfylkingarinnar þann 4 nóv næst komandi með því að tryggja undirrituðum 3-4 sæti í prófkjörinu.

Með kveðju

Hörður Guðbrandsson


Sveitaferð

Ég var í fríi í dag í vinnunni minni hjá löndunarþjónustu Þorbjarnar eftir hádegi vegna þess að ég fór upp í Kjós að hjálpa bróður mínum og mágkonu að ómskoða lömb og velja lömb til ásetnings. Einnig heyrði ég í nokkrum forustumönnum Samfylkingar í Suðurkjördæmi var hljóðið í þeim með besta móti og lofar það góðu fyrir framhaldið.  Kom ekki heim fyrr en um níu leitið, framhald á morgun.

 

Kv. Frambjóðandinn

  


Af hverju gefur maður kost á sér í prófkjör til alþingis?

Fyrir því eru nokkrar ástæður, meðal annarrs væntingar fólks í Grindavík, en það hafa ótrúlega margir Grindvíkingar hvatt mig til að fara fram frá því í vor þegar ég datt út úr bæjarstjórn. Einnig hefur komið hvatning frá öðrum stöðum í kjördæminu.  Eftir að hafa átt rólegt pólitískt sumar var ég ekkert sérlega spenntur fyrir því að hella mér útí slaginn og reyndi ég að fá önnur Grindavíkur framboð. Þegar ljóst var að ekkert annað framboð kæmi fram rann mér hins vegar blóðið til skyldunnar og skellti mér í slaginn þó að á elleftu stundu væri. Nú er ég á fullu í að skipuleggja kosningabaráttuna og hef ég fengið son minn Benóný Harðarson til að vera kosningastjóra og er hann ásamt öðrum í fjölskyldunni á fullu að skipuleggja aðgerðir.

 

Kveðja frambjóðandinn


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband