Þakkir

Ástæða þess að ég hef ekki þakkað fyrir mig hér á blogginu fyrr en nú er að ég hef verið að bíða eftir reikningum kosningabarráttunar og einnig hef ég verið að velta fyrir mér framtíð síðunnar, en ég hef ekki verið viss um að hún væri minn pólitíski stíll. Ég hef því verið að fylgjast með bloggum annara einkum pólitíkusa og sé þá að mjög mismunandi er með hvaða hætti menn blogga, og kannski tilraunarinnar virði að reyna fyrir sér í bloggheiminum.
En framangreint er nú reyndar úturdúr frá aðalefninu sem eru innilegustu þakkir til þeirra fjölmörgu sem studdu mig í prófkjörinu þann 4 nóv síðastliðinn bæði með vinnu framlögum eða með ráðum og dáðum.
Grindvíkingar voru þar atkvæðamiklir og sýndu einu sinni en að hér í bæ standa menn saman sem ein fjölskylda þegar ´+a reynir. Kærar þakkir Grindvíkingar.
Einnig vill ég þakka öðrum sem lögðu mér lið í þessum kosningum af alhug.
Kosningabarrátan var bæði lærdómsrík og skemmtileg og safnaði reynslu í reynslubankanum sem vonandi á eftir að nýtast mér víðar og þótt kosningar séu í aðalatriðum líkar og ég hafi farið í þær nokkuð margar í gegnum tíðina, þá verð ég að segja að það kom mér á óvart hve margt nýtt ég lærði á þessari baráttu og hversu margt ég vissi ekki um skoðanir fólks á hinu ýmsu mismunandi stöðum í kjördæmum. Kannski meira um það síðar.
En enn og aftur kærar þakkir.
Virðingafyllst Hörður Guðbrandsson Grindavík
p.s.
Hér að neðan birtist uppgjör kosningabarráttunar

Prentun 97.976
auglýsing og sími 57.885
Þáttökugjald 40.000
fetðakostnaður 27.467
dreifingarkostnaður 32.346

255.674
Framlög stuðningsaðila 200.000
restin kom úr eigin vasa
Þessi tala er fyrir utan vinnutap og sjálfboðavinnu


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband