Fór til Vestmannaeyja á fimmtudag og var það rosalega gaman og fræðandi. Fór á fjölmarga vinnustaðafundi og spunnust oft upp ótrúlega skemmtilegar umræður. Það er samt greinilega eitt sem stendur upp úr hjá Eyjamönnum og það verður að bæta það strax. Það er betri samgöngur, að fólk þurfi að panta ferð með 2-3 vikna fyrirvara frá Vestmannaeyjum á sumrin. Það er auðvitað alveg fáranlegt og það er ekki hægt að bjóða neinum upp á það, þar sem leiðin á milli Eyja og Þorlákshafnar er þjóðvegurinn. Eitthvað myndi ég segja ef ég væri fastur með bílinn minn í Grindavík í 2-3 vikur.
Hitti gamlan skólabróður minn frá Hvanneyri úti í Eyjum, hann Binna forstjóra vinnslustöðvarinnar og bauð hann mér í kaffi með sér í vinnslustöðinni. Það var ótrúlega fræðandi að fara þar í kaffi og að fá að vita hvað þyrfti að bæta í Eyjum.
Fór í dag til Hveragerðis, Keflavíkur og Selfoss og fékk rosalega góðar undirtektir og lenti oft í hörku skemmtilegum umræðum, rosalega gaman að fara á þessa staði.
Kveðja Hörður Guðbrandsson
Flokkur: Bloggar | 28.10.2006 | 21:48 (breytt 29.10.2006 kl. 10:41) | Facebook
Tenglar
BÆRINN MINN
Grindavík
FJÖLMIÐLAR
útum allt
- Vísir
- mbl
- Hornafjörður
- Suðurland.net
- Eyjafréttir
- Suðurland.is
- Víkurfréttir vf á suðurnesjum
PÓLÍTÍSKIR TENGLAR
- Samfylkingin í Sandgerði Sandgerði
- Samfylkingin í Ölfusi Ölfus
- Samfylkingin á Hornafirði Hornafjörður
- Samfylkingin í Árborg Árborg
- Samfylkingin í Grindavík Grindavik
- Össur Skarphéðinsson Össur
- Ungir jafnaðarmenn Ungir
- Samfylkingin Flokkurinn á landsvísu
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.