Herinn fór

  Og það kom stjórnarliðinu í algjörlega opna skjöldu þrátt fyrir að heimamenn hefðu bent á það frá árinu 2003 með ályktunum frá aðalfundum sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og með beiðnum um fundi með forsetis- og utanríkisráðherrum sem reyndar höfnuðu fundum með stjórn sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum ítrekað á tímabilinu með þeirri afsökun að það hefði engan tilgang.  Stjórn samband sveitarfélaga á Suðurnesjum ályktaði að nauðsynlegt væri að fara í mótvægis aðgerðir í atvinnumálum þegar herinn færi.  Stjórnarliðar sögðu herinn ekki vera að fara.  Annað kom á daginn. Og enn voru stjórnarliðar stefnu- og úræðalausir og í staðinn fyrir að segja upp varnarsamningnum og fara í nýjar samningaviðræður við Kanann gáfu þeir þeim sjálfdæmi um það með hvaða hætti viðskilnaður þeirra yrði.Ekki var sæmdin mikill þegar ljóst var hvernig viðskilnaðurinn yrði við þá einstaklinga sem voru að detta inn á eftirlaun.   Þessir einstaklingar voru sendir út á vinnumarkaðinn að leita sér að vinnu á nýjan leik.  Íslendingar mega hreinsa mengun á svæði varnarliðsins á  sinn kostnað og fleira í þessum dúr. Eini ljósi punkturinn er að Kaninn skilaði landi og mannvirkjum í hendur Íslendinga en sennilega klúðra stjórnarliðar tækifærum svæðisins með seinagangi og úræðaleysi því held ég að viturlegra sé að skipta um ríkisstjórn svo hægt sé að fara vinna vel og skipuleggja að nýtingu svæðisins. 

Hörður Guðbrandsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband