Miðvikudagurinn 18 okt.

Því miður var ekkert bloggað í gær þar sem verið var að taka kirtlana úr kosningastjóranum sem sýnir hvað kosningastjórar eru mikilvægir. Síðustu dagar hafa farið í það að tala við fólk út um allt kjördæmi og virðist vera mikill áhugi á prófkjörinu og andinn góður.  Vonandi skilar það sér alla leið. Fjölmargir heimamenn hafa hvatt mann til dáða síðustu daga og hlýjar það manni um hjartaræturnar og veitir manni auka kraft.  Unnið er hörðum höndum við útgáfu blaða, annað þeirra kemur út þann 24. okt sem kálfur með fréttablaðinu og það seinna kemur út 30. okt í öllu kjördæminu.  Annars skrýtin þessi umræða um hvalveiðar því auðvitað eigum við að nýta hvalastofna eins og aðra stofna án rányrkju að sjálfsögðu.

 

Kveðja

Frambjóðandinn, kem með stóran pistill á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband