Eru kosningar framundan?

Þegar ég fór að skoða blöðin í gærkvöldi sá ég opnu viðtal við Jón Gunnarsson í Víkurfréttum.  Allt gott um það að segja.  Einnig sá ég grein bæði í Víkurfréttum og Tíðindum frá Gunnari Örlygssyni þigmanni Sjálfstæðisflokks þar sem hann stiklar á stóru um vandamál Grindvíkinga og telur vandalaust að berja í gegn breytingar til að bæta úr vandamálum okkar Grindvíkinga. Vil ég í því sambandi benda honum á að HANN ER þingmaður á Alþingi Íslendinga og HANN ER Í STJÓRNALIÐINU. Því hlýtur hann að laga þessa stöðu á þinginu sem er að hefjast.  Ég mun síðar fara yfir afgreiðslu Heilbrigðisráðherra og ráðuneytis í grein, enda alveg ótrúleg framkoma í garð Grindvíkinga.  Einu get ég þó verið sammála Gunnari um en það er að okkur Grindvíkingum vantar öflugan fulltrúa á alþingi skref í þá átt er hægt að taka í prófkjöri Samfylkingarinnar þann 4 nóv næst komandi með því að tryggja undirrituðum 3-4 sæti í prófkjörinu.

Með kveðju

Hörður Guðbrandsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband