Mánudagur 23.október.

Brjálað að gera í vinnunni, hamlar aðeins kosningabaráttunni en einhverjir verða að halda þjóðarbúinu gangandi.  Lausir endar í kosningaskipulaginu er flestir að verða hnýttir og verið að skoða ferð til Vestmannaeyja, Þorlákshafnar, Hveragerðis og Árborgar fimmtudag til laugardags.  Prófkjörsbaráttan greinilega að harna hjá sumum flokkum, vonandi verður okkar barátta háð á heiðarlegan hátt. 

Sunnudagurinn 22 okt.

Þá eru tæpar 2 vikur í prófkjör og kosningaskipulagið klárt, gengið verður frá lausum endum á morgun og hinn.  Verið er að leggja lokahönd á efnið sem þurfti að prenta og síðan verður keyrt á skipulagið eins og það liggur fyrir. Ef einhverjir eru áhugasamir og geta séð af tíma sínum eitthvað kvöld, frá 29.-3. okt, þá eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við kosningastjórann eða frambjóðandann.  Kosningastjórinn er í síma 823-8324 og frambjóðandinn í síma 893-7798. Ég vill að lokum óska hvalveiðimönnum til hamingju með að hafa veitt fyrsta hvalinn.

 

Kveðja Hörður


Allt brjálað....

Í dag var allt brjálað að gera í vinnunni þannig að maður komst lítið frá, en annars er bara allt gott að frétta.  Seinni hluti dags fór í samverustund með konunni minni, börnum og barnabörnum.  Maður er orðin það fjörgamall að maður á orðið tvo gullfallega afastráka sem eru 2 ára og 10 mánaða.  Á morgun er plönuð ferð í Kjósina að kíkja á foreldra mína.  Ég fékk hringingu frá Vestmannaeyjum um að koma og kíkja á þá fyrir kosningar og er það í nefnd, hvort ég og kosningastjórinn förum ekki bara og kíkjum á Eyjamenn kannski einn daginn í næstu viku, til að geta sett okkur í spor þeirra og ræða við heimamenn.

 Kveðja Hörður


Fimmtudagurinn 19 okt

Mikið að gera í vinnunni og þess vegna ekki hægt að sinna prófkjörinu sem skyldi gott er að eiga góða að sem hjálpa manni á svona dögum. Fyrst vaknaði Garðar Páll fyrir allar aldir til að aðstoða við blaðaútgáfu, síðan tók kosningastjórinn við sem liggur heima vegna kirtlatöku. Um miðja daginn sá Benný dóttir mín síðan um myndatökur og fleira smálegt. Margir frambjóðendur hafa verið á ferðinni á síðustu dögum og hafa þeir flestir kíkt á mig á sinni yfirferð. Sá sveitunga minn áðan í Kastljósinu en hún hefur barist við Krabbamein síðasta árið og hefur náð fullum bata og ætlar hún núna yfir Grænlandsjökull á tveim jafnfljótum. Marta stóð sig vel eins og alltaf.  Styttist í að allt skipulag verði klárt enda ekki seinna vænna þar sem aðeins eru rúmlega tvær vikur til kosninga.

Herinn fór

  Og það kom stjórnarliðinu í algjörlega opna skjöldu þrátt fyrir að heimamenn hefðu bent á það frá árinu 2003 með ályktunum frá aðalfundum sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og með beiðnum um fundi með forsetis- og utanríkisráðherrum sem reyndar höfnuðu fundum með stjórn sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum ítrekað á tímabilinu með þeirri afsökun að það hefði engan tilgang.  Stjórn samband sveitarfélaga á Suðurnesjum ályktaði að nauðsynlegt væri að fara í mótvægis aðgerðir í atvinnumálum þegar herinn færi.  Stjórnarliðar sögðu herinn ekki vera að fara.  Annað kom á daginn. Og enn voru stjórnarliðar stefnu- og úræðalausir og í staðinn fyrir að segja upp varnarsamningnum og fara í nýjar samningaviðræður við Kanann gáfu þeir þeim sjálfdæmi um það með hvaða hætti viðskilnaður þeirra yrði.Ekki var sæmdin mikill þegar ljóst var hvernig viðskilnaðurinn yrði við þá einstaklinga sem voru að detta inn á eftirlaun.   Þessir einstaklingar voru sendir út á vinnumarkaðinn að leita sér að vinnu á nýjan leik.  Íslendingar mega hreinsa mengun á svæði varnarliðsins á  sinn kostnað og fleira í þessum dúr. Eini ljósi punkturinn er að Kaninn skilaði landi og mannvirkjum í hendur Íslendinga en sennilega klúðra stjórnarliðar tækifærum svæðisins með seinagangi og úræðaleysi því held ég að viturlegra sé að skipta um ríkisstjórn svo hægt sé að fara vinna vel og skipuleggja að nýtingu svæðisins. 

Hörður Guðbrandsson

 


Utankjörfundur er byrjaður.

Utankjörfundur

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í

Reykjanesbæ, Selfossi, Vestmannaeyjum og Höfn dagana:

21. okt. laugardag kl. 10-12

28. okt. laugardag kl. 10-12

2. nóv. fimmtudag kl. 18-20 

3. nóv. föstudag kl. 18-20

Hægt er að kjósa utankjörfundar á ofangreindum tímum sem hér segir:

Reykjanesbær, skrifstofu Samfylkingarinnar að Iðavöllum 3

Selfoss, Selið, Engjavegi 44

Vestmannaeyjar. Skólavegi 4

Hornafjörður, Víkurbraut 4

Auk þess fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram á skrifstofu Samfylkingarinnar v/Hallveigarstíg í Reykjavík til kjördags 4. nóvember.

Opið er virka daga kl. 10:00-17


Miðvikudagurinn 18 okt.

Því miður var ekkert bloggað í gær þar sem verið var að taka kirtlana úr kosningastjóranum sem sýnir hvað kosningastjórar eru mikilvægir. Síðustu dagar hafa farið í það að tala við fólk út um allt kjördæmi og virðist vera mikill áhugi á prófkjörinu og andinn góður.  Vonandi skilar það sér alla leið. Fjölmargir heimamenn hafa hvatt mann til dáða síðustu daga og hlýjar það manni um hjartaræturnar og veitir manni auka kraft.  Unnið er hörðum höndum við útgáfu blaða, annað þeirra kemur út þann 24. okt sem kálfur með fréttablaðinu og það seinna kemur út 30. okt í öllu kjördæminu.  Annars skrýtin þessi umræða um hvalveiðar því auðvitað eigum við að nýta hvalastofna eins og aðra stofna án rányrkju að sjálfsögðu.

 

Kveðja

Frambjóðandinn, kem með stóran pistill á morgun.


Hitt og þetta

Helstu Baráttumál 
  1. Að auka fjölbreytni atvinnulífs þessa kjördæmis, með því að færa verkefni til sveitarfélaga ásamt tekjustofnum, færa ríkisstofnanir út á land. Þá er nauðsynlegt að koma með sértækar aðgerðir til mótvægis við brotthvarf hersins á Keflavíkurflugvelli með því t.d að ríkið seldi sveitarfélögum á Suðurnesjum sinn hlut í Hitaveitu Suðurnesja (c.a. 1200 milljónir) og legði fram í Eignarhaldsfélag Suðurnesja sem fjármagnaði fjölmörk fyrirtæki
  2. Aukin fjárframlög í brýnar samgöngubætur svo sem Suðurstrandarveg, tvöföldun Hellisheiðar, brúa Hornarfjarðafljót, bundið slitlag á sveita vegi og nútíma samgöngur við Eyjar
  3. Jafna aðstöðu fólks með skattkerfinu þannig að hátekjumenn borgi.
 

Til Hornfirðinga

Mikilvægt er að stytta og bæta leiðina Hornafjörður-Suðvesturhorn með því að brúa Hornafjarðarfljót. Setja jarðgöng undir Reynisfjall, klára Suðurstrandarveg, tvöföldun vegar yfir Hellisheiði og svo framvegis. Þá er betra að hafa stjórnvöld sem ekki skera niður fjármagn til samgöngumála.  Einnig þarf að færa verkefni til sveitafélaga frá ríkinu með tilheyrandi tekjustofnum sem eflir atvinnu og bætir þjónustu. Þá er ekki nema eðlilegt að til Hornafjarðar verði flutt störf frá ríkinu til að auka fjölbreytni starfa og bæta stoð við atvinnulífið. 

Til Eyjamanna

Mikilvægasta mál Eyjamanna er að koma samgöngumálum Eyjanna við fastalandið í nútímalegt horf .Hagkvæmasta lausnin sýnist mér að búa til ferjulægi í Bakkafjöru og fá nýja ferju sem myndi þýða að hægt væri að vera með ferðir á allt að 30 min fresti. Nauðsynlegt er að taka ákvörðun í málinu STRAX!Þá þarf að setja saman ríkisstjórn sem ekki sker niður framkvæmdir í samgöngumálum í tíma og ótíma eins og sú sem nú situr. Ég vil líka segja að ferja er hluti af þjóðvegi Eyjamanna og því ekki óeðlilegt að um niðurgreidda starfssemi sé að ræða. Þá tel ég mikilvægt til að styrkja byggð í Eyjunum að færa verkefni til sveitarfélaga ásamt tekjustofnum sem mun styðja sveitarfélögin í að efla atvinnustarfssemi og bæta þjónustuna við íbúana. Einnig finnst mér sanngjarnt að opinberri starfssemi frá ríkinu verði flutt frá höfuðborgarsvæðinu til Eyja hvort heldur er útibú eða heil stofnun.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu Samfylkingarinnar v/Hallveigarstíg í Reykjavík og hófst 12. október. Opið er virka daga kl. 10:00-17:00. Kjósandi setur kjörseðil sinn í lokað umslag. Utan um það umslag er síðan annað og kjósandi staðfestir atkvæði sitt með áritun á það umslag. Einnig fer fram utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Reykjanesbæ, Selfossi, Vestmannaeyjum og Höfn laugardagana 21. okt og 28. okt frá kl. 10-12 og fimmtudaginn 2. nóv og föstudaginn 3. nóv kl.18-20. Kjördag 4. nóvember verður kjörfundur opinn frá kl. 09:00-18:00. Kjörstaðir verða í Sandgerði, Garði, Vogum, Reykjanesbæ, Grindavík, Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfossi, Hellu, Hvolsvelli, Höfn, Vestmannaeyjum, í Vík í Mýrdal og Reykholti Bláskógabyggð (eða Laugarvatni), á Kirkjubæjarklaustri og Brautarholti Skeiðum (eða Flúðum). Muna að merkja við 5 á kjörseðli.


Stefnumál

Atvinnu og samgöngumál eru 2 stórmál sem nauðsynlegt að fjalla um til að knýja fram breytingar. Það er nauðsynlegt að bæta við fjármagni til samgöngumála til að koma vegakerfinu inn í nútímann. Það þarf að klára Suðurstrandaveginn, brúa Hornafjarðarfljót, tvöfalda veginn yfir Hellisheiðina, setja slitlag á sveitavegina, og stórbæta samgöngur við Eyjar og svo framvegis. Þetta verður ekki gert með núverandi stjórnarflokka sem lofa öllu fögru en skera svo níður jafnharðan eins og dæmin sanna.

Í atvinnumálum er mikilvægt að færa verkefni yfir til sveitafélaganna ásamt tekjustofnum sem mun efla atvinnulífið og gera það fjölbreyttara.  Einnig er nauðsynlegt að dreifa ríkisstofnunum um landið með skipulögðum hætti enda engin sanngirni í því að hafa nær allar ríkisstofnanir á höfuðborgarsvæðinu. 


Allt vitlaust að gera.

Heil og sæl

Dagurinn í dag er búin að fara mest í það að vinna greinar og efni sem á að koma með Fréttablaðinu í næstu viku, og hefur þetta bitnað á allri annarri starfsemi sem er í gangi. Bráðlega hefst svo baráttan fyrir alvöru og þá er nú best að vera við öllu búin.  Aðeins eru 3 vikur til stefnu og veit ég  það sem gamall refur í pólitík að þær renna úr greipum ef ekki er rétt haldið á spöðunum. Þannig að það er best að halda áfram undirbúnings vinnu.

 

Kv Hörður


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband